Lopapeysuviðskipti Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 23. mars 2016 12:00 Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun