Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2016 07:00 „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Panama-skjölin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira