Formaður HSÍ: Þannig týnist tíminn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2016 16:26 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Valli Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Þegar Geir Sveinsson var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta voru 69 dagar liðnir frá því að Aron Kristjánsson hætti að loknu EM í Póllandi. Guðmundur sagði að það hefði verið farið vítt og breitt yfir sviðið og rætt við marga aðila, bæði íslenska þjálfara og erlenda. Meðal þeirra sem rætt var við var Ljubomir Vranjes, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. „Það var haft samband við Geir í upphafi,“ sagði Guðmundur. „Við ræddum líka við umboðsmenn og fórum strax að velta fyrir okkur erlendum nöfnum.“ „Eftir það ferli var okkar niðurstaða sú að við þurftum sterkan leiðtoga sem getur hugað að þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í landsliðinu á næstunni. Við vorum að leita að manni sem gæti stýrt þessari vinnu til frambúðar.“ „Vissulega tók þetta lengri tíma en maður ætlaði sér. Við ákváðum að fara rólega af stað og fara breitt yfir sviðið. Síðan þegar maður ætlar að fara að ræða málin nánar þá vill of dragast á svörum. Þannig týnist tíminn, eins og stendur einhversstaðar.“ Guðmundur segist ekki hafa óttast að það væri komið í óefni vegna þess hversu langan tíma ráðningaferlið tók og hversu stutt er í næsta leik en Ísland mætir Noregi ytra á sunnudag. „Það er bara þannig að þegar maður tekur viðræður eins og þessar þá tekur það tíma. Þetta var niðurstaðan eftir þetta ferli og við teljum ekki að við fórum of seint af stað í viðræður við Geir,“ sagði Guðmundur en fram kom á fundinum að HSÍ hafði fyrst samband við Geir fyrir átján dögum síðan. „Ég tel ekki að við séum of seinir núna. Ég talaði alltaf um að þessu yrði lokið fyrir 1. apríl og það stendur.“Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20 Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta tekur við keflinu hjá strákunum okkar. 31. mars 2016 15:30
HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00
Tilkynnt um ráðningu Geirs í dag HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar á Nordica Hotel klukkan 15.30. 31. mars 2016 13:20
Svona var blaðamannafundur HSÍ Geir Sveinsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta til 2018. 31. mars 2016 16:00