Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Njarðvík vann tveggja stiga sigur, 88-86, á KR í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær.
Haukur skoraði 27 stig, þ.á.m. sigurkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok, og tók auk þess sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
Sjá einnig: 1-1 í báðum einvígum í fyrsta sinn í þrjú ár
Hann mætti í settið hjá strákunum í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leik þar sem hann ræddi m.a. um áhugann sem lið frá Ítalíu sýndi honum í vetur. Haukur viðurkennir að það hafi truflað hann.
„Það er ekkert leyndarmál að það truflaði mig pínu en það er bara búið,“ sagði landsliðsmaðurinn öflugi.
„Ég skrifaði undir samning hérna og þetta er atvinnan mín. Maður þarf bara að þroskast og þeir [Njarðvíkingar] hafa verið mjög þroskaðir með þetta og ég líka,“ bætti við Haukur við.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Haukur Helgi: Áhuginn frá Ítalíu truflaði | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Hæsti fótboltamaður í heimi
Fótbolti

Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins
Enski boltinn



Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið
Körfubolti



Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar
Enski boltinn

„Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“
Íslenski boltinn