„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 14:19 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/pjetur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“ Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“
Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira