„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 14:19 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/pjetur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“ Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“
Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira