Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira