Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 15:17 Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Facebook-síða Jæja-hópsins Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33