Sigrún fagnar því að fá fjölskylduvin í ríkisstjórn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:12 Sigrún Magnúsdóttir var sveipuð Framsóknargrænum hálsklút. Vísir/Birgir Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58