Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 13:02 "Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr.,“ segir Aðalsteinn Kjartansson. vísir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco. Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco.
Panama-skjölin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira