Framganga forsætisráðherra yfirgengileg Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 23:42 Martin Weill, fréttamaður Canal+ í Frakklandi. vísir/stöð 2 Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin. Panama-skjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin.
Panama-skjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira