Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 23:22 Forsætis- og fjármálaráðherra vísir/stöð 2 „Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25