Forseti ASÍ kveðst aldrei hafa átt fé í skattaskjóli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:39 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira