Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Þórdís Valsdóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Mynd/aðsend Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira