Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason í þinghúsinu í dag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04