Sigmundur Davíð algjörlega einangraður Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 14:23 Sigmundur Davíð er nú algerlega einangraður og svo virðist sem hans eigin flokksmenn hafi snúið við honum baki. visir/vilhelm Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við. Panama-skjölin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við.
Panama-skjölin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira