Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 11:27 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04