„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2016 18:21 Birgitta lét ekki segjast þó að barið væri í bjölluna ítrekað. vísir/valli „Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
„Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15