HÍ mun skoða mál lektors í ljósi Panama-skjalanna Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 16:59 Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04