Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 14:59 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir engan liggja undir grun. Vísir/Anton Brink Embætti ríkisskattsstjóra hefur kallað eftir aðgangi að Panama-skjölunum með það fyrir augum að sjá hvort sex hundruð Íslendingar hafi gert grein fyrir félögum sínum á skattframtali sínu. Þetta staðfestir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali við Vísi. „Við erum búin að biðja um aðgang að gögnunum. Við gerðum það í dag,“ segir Skúli Eggert og segir það hafa verið gert skriflega við Reykjavik Media. Engin sérstök rök hafi verið færð fyrir því að embættið fái gögnin í hendur. „Hin almennu rök eru að þarna er upplýst um að 600 Íslendingar séu þarna með það sem kallað er félög í gegnum Panama. Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu og bera þau saman við önnur gögn sem við höfum.“ Skúli Eggert segir engan grunaðan um skattsvik eða neitt slíkt. „Nei, við viljum bara ganga úr skugga um hvort þetta sé í lagi eða ekki.“ Hann segir embættið kalla eftir gögnunum samkvæmt sérstakri heimild í tekjuskattslögum. Ríkisskattstjóri hafði ekki fengið svar þegar Vísir ræddi við hann enda lægi svo sem ekki á gögnunum. „Þeir hafa tíma til að svara, við heimtum þetta ekki í dag,“ segir Skúli. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Embætti ríkisskattsstjóra hefur kallað eftir aðgangi að Panama-skjölunum með það fyrir augum að sjá hvort sex hundruð Íslendingar hafi gert grein fyrir félögum sínum á skattframtali sínu. Þetta staðfestir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali við Vísi. „Við erum búin að biðja um aðgang að gögnunum. Við gerðum það í dag,“ segir Skúli Eggert og segir það hafa verið gert skriflega við Reykjavik Media. Engin sérstök rök hafi verið færð fyrir því að embættið fái gögnin í hendur. „Hin almennu rök eru að þarna er upplýst um að 600 Íslendingar séu þarna með það sem kallað er félög í gegnum Panama. Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu og bera þau saman við önnur gögn sem við höfum.“ Skúli Eggert segir engan grunaðan um skattsvik eða neitt slíkt. „Nei, við viljum bara ganga úr skugga um hvort þetta sé í lagi eða ekki.“ Hann segir embættið kalla eftir gögnunum samkvæmt sérstakri heimild í tekjuskattslögum. Ríkisskattstjóri hafði ekki fengið svar þegar Vísir ræddi við hann enda lægi svo sem ekki á gögnunum. „Þeir hafa tíma til að svara, við heimtum þetta ekki í dag,“ segir Skúli.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58