Í dag eru 27 dagar þar til Pepsi-deild karla hefst á nýjan leik. Umfjöllun 365 um deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr og þá sérstaklega þegar kemur að beinum útsendingum.
Stefnt er að því að sýna 70 leiki beint frá Pepsi-deildinni í sumar en minnst verða þrír leikir sýndir í beinni útsendingu í hverri umferð. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað eftir hverja umferð.
Eins og vanalega fá Íslandsmeistararnir fyrstu beinu útsendinguna, en líkt og í fyrra mæta meistararnir nýliðum í fyrsta leik. Fyrsta beina útsendingin verður frá leik Þróttar og FH á Þróttaravellinum í Laugardal klukkan 16.00 sunnudaginn 1. maí.
Sama dag verður bein útsending frá viðureign Vals og Fjölnis klukkan 20.00 og daginn eftir, mánudaginn 2. maí, verður leikur KR og Víkings í beinni útsendingu þar sem Gary Martin mætir sínum gömlu félögum. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna verður svo á dagskrá klukkan 22.00 sama kvöld.
Pepsi-mörkin hefjast eins og alltaf með veglegum upphitunarþætti sem verður á dagskrá fimmtudaginn 28. apríl klukkan 21.30.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða í beinni útsendingu í fyrstu sjö umferðum Pepsi-deildarinnar 2016. Miðað er við leiktíma en ekki upphaf útsendingar svo það komi fram.
1.umferð
Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH
Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir
Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur
Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
2.umferð
Lau 7.maí kl.16.00 Fjölnir – ÍBV
Sun 8.maí kl.19.15 Víkingur R – Stjarnan
Sun 8.maí kl.19.15 Fylkir – Breiðablik
Sun 8.maí kl.22.00 Pepsimörkin
3.umferð
Fim 12.maí kl.18.00 ÍBV – Víkingur Ólafsvík
Fim 12.maí kl.20.00 KR – FH
Fös 13.maí kl.20.00 Breiðablik – Víkingur R
Fös 13.maí kl.22.00 Pepsimörkin
4.umferð
Mán 16.maí kl.17.00 Fylkir – ÍBV
Mán 16.maí kl.20.00 Víkingur Ólafsvík – ÍA
Þri 17.maí kl.20.00 KR – Stjarnan
Þri 17.maí kl.22.00 Pepsimörkin
5.umferð
Lau 21.maí kl.16.00 ÍA – Fylkir
Sun 22.maí kl.20.00 Breiðablik – KR
Mán 23.maí kl.20.00 Stjarnan – FH
Mán 23.maí kl.22.00 Pepsimörkin
6.umferð
Sun 29.maí kl.17.00 Þróttur – ÍBV
Sun 29.maí kl.20.00 KR – Valur
Mán 30.maí kl.20.00 Stjarnan – Breiðablik
Mán 30.maí kl.22.00 Pepsimörkin
7.umferð
Lau 4.júní kl.16.00 ÍBV – KR
Sun 5.júní kl.17.00 Valur – Stjarnan
Sun 5.júní kl.20.00 Breiðablik – FH
Sun 5.júní kl.22.00 Pepsimörkin
70 leikir í beinni í sumar: Þetta eru fyrstu sjónvarpsleikir Pepsi-deildarinnar
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
