Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur.
Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.
Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.
Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV
— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016
Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.
Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.