Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 17:37 Irina Sazonova og Dominuqa Belányi úr Ármanni unnu fjóra af fimm Íslandsmeistaratitlinum sem voru í boði hjá konunum um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Fimleikasambands Íslands Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira