Sport

Ísland sendir fjóra keppendur á EM fatlaðra í sundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson keppir í þremur greinum á EM.
Jón Margeir Sverrisson keppir í þremur greinum á EM. Vísir/Stefán
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur.

Jón Margeir Sverrisson keppir í þremur greinum á Evrópumótinu en hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu.

Keppendur Íslands á EM í Portúgal:

Jón Margeir Sverrisson, S14, Fjölnir - 200m skriðsund, 100m bringusund og 200m fjórsund.

Már Gunnarsson, S12, Nes/ÍRB - 100m skriðsund, 400m skriðsund, 100m baksund og 200m fjórsund.

Thelma Björg Björnsdóttir, S6, ÍFR - 50,100 og 400m skriðsund, 100m bringusund og 200m fjórsund.

Sonja Sigurðardóttir, S4, ÍFR - 50, 100m skriðsund, 50m baksund, 50m bringusund og 150m þrísund.

Fararstjóri í ferðinni verður Þór Jónsson formaður sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra og Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari.

Þeim til halds og trausts í ferðinni verða Ragnar Friðbjarnarson þjálfari/sjúkraþjálfari og Helena Hrund Ingimundardóttir þjálfari/aðstoðarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×