Körfubolti

Þriggja milljóna króna sekt fyrir að gagnrýna dómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Gundy ásamt ósáttum leikmanni sínum sem virðist vilja spila meira.
Van Gundy ásamt ósáttum leikmanni sínum sem virðist vilja spila meira. vísir/getty
NBA-deildin hafði engan húmor fyrir því að þjálfari Detroit Pistons skildi segja að LeBron James fengi sérmeðferð hjá dómurum deildarinnar.

Stan van Gundy sagði að dómarar deildarinnar væru hræddir við að dæma á James.

„LeBron er LeBron og dómararnir munu ekki dæma sóknarvillu á hann. Hann fær að gera nákvæmlega það sem hann vill gera. Mínir leikmenn verða að skilja það,“ sagði Van Gundy eftir tap í fyrsta leiknum gegn Cleveland í úrslitakeppninni.

Fyrir þessi orð var Van Gundy sektaður um rúmar þrjár milljónir króna af deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×