Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. apríl 2016 07:00 Á sunnudag var 108 manns bjargað af gúmmíbát sem sökk á Miðjarðarhafi og var fólkið síðan flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. vísir/epa Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent