Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 19:07 Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar. EPA/Gorm Kallestad Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórmálum mælist með nauman meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag, ef marka má fyrstu tölur. Samkvæmt þeim fá flokkar á vinstrivængnum með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar 88 þingmenn en aðrir flokkar 81. Alls þarf 85 þingmenn til að hljóta meirihluta á norska þinginu. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Störe mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 72 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,8 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Silvie Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Flokkurinn er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Miðflokkurinn mæist með 5,8 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,5 prósent, Rauðir með 5,4 prósent og Græni umhverfisflokkurinn með 4,5 prósent. Kristilegi fólksflokkurinn mælist með 4,1 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn lækkar um heil 7,7 prósentustig milli kosninga en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Störe ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í janúar vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð. Noregur Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Verkamannaflokkur Jonas Gahr Störe mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 72 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,8 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Silvie Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Flokkurinn er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Miðflokkurinn mæist með 5,8 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,5 prósent, Rauðir með 5,4 prósent og Græni umhverfisflokkurinn með 4,5 prósent. Kristilegi fólksflokkurinn mælist með 4,1 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn lækkar um heil 7,7 prósentustig milli kosninga en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Störe ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í janúar vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.
Noregur Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30