ÍSÍ, Styrmir og Samtökin '78 berjast saman gegn fordómum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 12:30 Mynd/GayIceland.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Sjá meira