Viðsnúin veröld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. apríl 2016 00:00 Ég fyrir þremur árum: „Hvernig ætli árið 2016 verði?“ Einhver: „Ég skal sko segja þér það. Sigurður Ingi verður forsætisráðherra?“ Ég: „Ha? Hvað með Sigmund Davíð?“ Einhver: „Sigmundur Davíð mun lenda í ýmsu. Hann fer í einum spariskó og einum strigaskó og hittir Bandaríkjaforseta. Reynt verður að kúga út úr honum fé með svona bréfi með útklipptum stöfum. Eiginkona hans verður sökuð um að hafa reynt að kaupa farmiða út í geim, sem reynist síðan hafa verið Dorrit Moussaieff. En já, svo eftir mjög langa og farsakennda atburðarás segir Sigmundur af sér vegna persónulegra tengsla sinna við aflandsfélag og Sigurður Ingi kemur í staðinn fyrir hann.“ Ég: „Hmmm. Hvað með Bjarna Ben? Af hverju verður hann ekki frekar forsætisráðherra?“ Einhver: „Hann mun eiga nóg með sín mál. Nafn hans kemur upp í stórum gagnaleka frá illræmdri framhjáhaldsvefsíðu. Þar kallaði hann sig IceHot1. Svo verður hann víst líka í einhverju svona aflandseyjustússi. Hann nær að kjafta sig út úr því en neyðist samt til að hleypa Sigurði Inga fram fyrir sig.“ Ég: „Jahá! Þetta er merkilegt. En hver verður forseti?“ Einhver: „Ég sé nú ekki alveg fram að kosningum en það verður alls konar frambærilegt fólk í framboði.“ Ég: „Eins og?“ Einhver: „Ja, eins og til dæmis Sturla Jónsson vörubílstjóri, Ari Jósepsson vídeóbloggari og Maggi á Texasborgurum.“ Ég: „ … “ Einhver: „Þetta er samt ekki neitt. Ári fyrr kemur í ljós að Bill Cosby er raðnauðgari.“ Ég: „Já ókei. Heyrðu, ég ætla aðeins út í bílskúr … “ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Ég fyrir þremur árum: „Hvernig ætli árið 2016 verði?“ Einhver: „Ég skal sko segja þér það. Sigurður Ingi verður forsætisráðherra?“ Ég: „Ha? Hvað með Sigmund Davíð?“ Einhver: „Sigmundur Davíð mun lenda í ýmsu. Hann fer í einum spariskó og einum strigaskó og hittir Bandaríkjaforseta. Reynt verður að kúga út úr honum fé með svona bréfi með útklipptum stöfum. Eiginkona hans verður sökuð um að hafa reynt að kaupa farmiða út í geim, sem reynist síðan hafa verið Dorrit Moussaieff. En já, svo eftir mjög langa og farsakennda atburðarás segir Sigmundur af sér vegna persónulegra tengsla sinna við aflandsfélag og Sigurður Ingi kemur í staðinn fyrir hann.“ Ég: „Hmmm. Hvað með Bjarna Ben? Af hverju verður hann ekki frekar forsætisráðherra?“ Einhver: „Hann mun eiga nóg með sín mál. Nafn hans kemur upp í stórum gagnaleka frá illræmdri framhjáhaldsvefsíðu. Þar kallaði hann sig IceHot1. Svo verður hann víst líka í einhverju svona aflandseyjustússi. Hann nær að kjafta sig út úr því en neyðist samt til að hleypa Sigurði Inga fram fyrir sig.“ Ég: „Jahá! Þetta er merkilegt. En hver verður forseti?“ Einhver: „Ég sé nú ekki alveg fram að kosningum en það verður alls konar frambærilegt fólk í framboði.“ Ég: „Eins og?“ Einhver: „Ja, eins og til dæmis Sturla Jónsson vörubílstjóri, Ari Jósepsson vídeóbloggari og Maggi á Texasborgurum.“ Ég: „ … “ Einhver: „Þetta er samt ekki neitt. Ári fyrr kemur í ljós að Bill Cosby er raðnauðgari.“ Ég: „Já ókei. Heyrðu, ég ætla aðeins út í bílskúr … “
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun