Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar 4. október 2025 08:02 Áður en dánaraðstoð var lögleidd í Ástralíu höfðu margir áhyggjur af því að hún gæti haft neikvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila. Í meðfylgjandi grein, sem birtist árið 2024 í tímaritinu Health & Social Care in the Community, er fjallað um eigindlega rannsókn sem hafði það markmið að kanna reynslu fjölskyldumeðlima og umönnunaraðila af sorg og missi í tengslum við dánaraðstoð og bera hana saman við fræðilega umræðu um þessi málefni. Rannsóknin byggðist á 42 hálfopnum viðtölum við aðstandendur og umönnunaraðila í Viktoríu, fyrsta fylkinu í Ástralíu til að lögfesta dánaraðstoð. Niðurstöður gefa ekki ástæðu til að ætla að dánaraðstoð hafi neikvæð áhrif á aðstandendur og umönnunaraðila. Greining gagna sýndi fjögur meginþemu: 1. Gildi, merkingarsköpun og „góður dauði“ Það veitti aðstandendum huggun og tilgang að geta uppfyllt óskir hins látna og tryggt að dauðinn samræmdist lífssýn hans. Baráttan fyrir dánaraðstoð varð oft sameiginlegt verkefni hins látna og aðstandenda þar sem markmiðið var að deyja á eigin forsendum. Aðstandendur litu á beiðnina um dánaraðstoð sem tjáningu á sjálfræði, stjórn og reisn hins látna. Ótti við „slæman dauða“ ef dánaraðstoð væri ekki í boði var einnig mikilvægt stef í frásögnunum. Að vita að ástvinurinn gæti forðast sársauka og stjórnleysi og komið í veg fyrir að missa reisn veitti bæði honum og aðstandendum létti. Óttinn tengdist oft fyrri reynslu af erfiðum dauðdaga annarra. 2. Áframhaldandi tengsl Eftir andlátið urðu margir aðstandendur talsmenn dánaraðstoðar, miðluðu sögu ástvinarins og unnu gegn fordómum og leynd um málefnið. Þeir lýstu stolti yfir því hvernig hinn látni hefði tekist á við persónulegar og skrifræðisáskoranir og náð markmiði sínu. Endurminningar um ferlið, bæði gleðistundir og erfiðleika, veittu þeim tilgang og hjálpuðu til við að viðhalda tengslum við minningu hans. 3. Forsorg (e. anticipatory grief) Þátttakendur lýstu sérstakri gerð forsorgar í ljósi þess að nákvæmur tími, staður og orsök andlátsins voru fyrir fram ákveðin. Tilfinningarnar voru oft tvíbentar, óljósar og stundum óraunverulegar. Forsorgin gaf þó tækifæri til að kveðja formlega, skapa sameiginlegar minningar og eiga mikilvæg samtöl. Stundum voru haldnir sérstakir kveðjuviðburðir sem blönduðu gleði yfir lífinu og sorg vegna yfirvofandi andláts. Í sumum fjölskyldum reyndist hins vegar erfitt að ræða dánaraðstoð og dauðann, sérstaklega þar sem tengsl voru flókin eða erfið. Sumir forðuðust umræðuna til að vernda hinn deyjandi eða sjálfa sig, sem gerði forsorgina þyngri. 4. Umönnunarálag Aðstandendur stóðu frammi fyrir flóknum tilfinningalegum og siðferðilegum áskorunum við að styðja ástvin í gegnum ferlið. Sumir upplifðu sig í erfiðri stöðu gagnvart ákvörðuninni og eigin hlutverki við að aðstoða við töku lyfjanna sem leiddu til andláts. Vegna fordóma gagnvart dánaraðstoð var ferlið stundum falið, sem þýddi að aðstandendur gátu hvorki rætt málið né leitað stuðnings, þrátt fyrir að vita hvenær og hvernig andlátið myndi eiga sér stað. Skrifræðiskröfur um aðgang að lyfjunum voru einnig nefndar sem byrði, sérstaklega hjá þeim sem bjuggu í dreifbýli og þurftu að ferðast langar vegalengdir til viðtala og mats. Eftir andlátið fannst mörgum skorta sértæk úrræði og stuðning. Þótt sumir hefðu leitað í hefðbundna sorgarráðgjöf upplifðu þeir að fagfólk hefði ekki þekkingu eða þjálfun í dánaraðstoð og gæti því ekki brugðist nægilega vel við þessari einstöku reynslu. Heildarniðurstaða Þrátt fyrir upphaflegar áhyggjur virtist dánaraðstoð almennt hafa jákvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila, einkum vegna þess að hún dró úr þjáningu og skapaði tækifæri til að skipuleggja og kveðja. Ýmsar áskoranir komu fram sem tengjast þekkingu og viðhorfum til dánaraðstoðar og hafa áhrif á fjölskyldutengslin og forsorg. Höfundar leggja áherslu á þörfina fyrir sérhæfð úrræði s.s. fræðslu og stuðningskerfi sem taka mið af þessari einstöku reynslu til að tryggja að aðstandendur fái viðeigandi aðstoð í sorgarferlinu. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Áður en dánaraðstoð var lögleidd í Ástralíu höfðu margir áhyggjur af því að hún gæti haft neikvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila. Í meðfylgjandi grein, sem birtist árið 2024 í tímaritinu Health & Social Care in the Community, er fjallað um eigindlega rannsókn sem hafði það markmið að kanna reynslu fjölskyldumeðlima og umönnunaraðila af sorg og missi í tengslum við dánaraðstoð og bera hana saman við fræðilega umræðu um þessi málefni. Rannsóknin byggðist á 42 hálfopnum viðtölum við aðstandendur og umönnunaraðila í Viktoríu, fyrsta fylkinu í Ástralíu til að lögfesta dánaraðstoð. Niðurstöður gefa ekki ástæðu til að ætla að dánaraðstoð hafi neikvæð áhrif á aðstandendur og umönnunaraðila. Greining gagna sýndi fjögur meginþemu: 1. Gildi, merkingarsköpun og „góður dauði“ Það veitti aðstandendum huggun og tilgang að geta uppfyllt óskir hins látna og tryggt að dauðinn samræmdist lífssýn hans. Baráttan fyrir dánaraðstoð varð oft sameiginlegt verkefni hins látna og aðstandenda þar sem markmiðið var að deyja á eigin forsendum. Aðstandendur litu á beiðnina um dánaraðstoð sem tjáningu á sjálfræði, stjórn og reisn hins látna. Ótti við „slæman dauða“ ef dánaraðstoð væri ekki í boði var einnig mikilvægt stef í frásögnunum. Að vita að ástvinurinn gæti forðast sársauka og stjórnleysi og komið í veg fyrir að missa reisn veitti bæði honum og aðstandendum létti. Óttinn tengdist oft fyrri reynslu af erfiðum dauðdaga annarra. 2. Áframhaldandi tengsl Eftir andlátið urðu margir aðstandendur talsmenn dánaraðstoðar, miðluðu sögu ástvinarins og unnu gegn fordómum og leynd um málefnið. Þeir lýstu stolti yfir því hvernig hinn látni hefði tekist á við persónulegar og skrifræðisáskoranir og náð markmiði sínu. Endurminningar um ferlið, bæði gleðistundir og erfiðleika, veittu þeim tilgang og hjálpuðu til við að viðhalda tengslum við minningu hans. 3. Forsorg (e. anticipatory grief) Þátttakendur lýstu sérstakri gerð forsorgar í ljósi þess að nákvæmur tími, staður og orsök andlátsins voru fyrir fram ákveðin. Tilfinningarnar voru oft tvíbentar, óljósar og stundum óraunverulegar. Forsorgin gaf þó tækifæri til að kveðja formlega, skapa sameiginlegar minningar og eiga mikilvæg samtöl. Stundum voru haldnir sérstakir kveðjuviðburðir sem blönduðu gleði yfir lífinu og sorg vegna yfirvofandi andláts. Í sumum fjölskyldum reyndist hins vegar erfitt að ræða dánaraðstoð og dauðann, sérstaklega þar sem tengsl voru flókin eða erfið. Sumir forðuðust umræðuna til að vernda hinn deyjandi eða sjálfa sig, sem gerði forsorgina þyngri. 4. Umönnunarálag Aðstandendur stóðu frammi fyrir flóknum tilfinningalegum og siðferðilegum áskorunum við að styðja ástvin í gegnum ferlið. Sumir upplifðu sig í erfiðri stöðu gagnvart ákvörðuninni og eigin hlutverki við að aðstoða við töku lyfjanna sem leiddu til andláts. Vegna fordóma gagnvart dánaraðstoð var ferlið stundum falið, sem þýddi að aðstandendur gátu hvorki rætt málið né leitað stuðnings, þrátt fyrir að vita hvenær og hvernig andlátið myndi eiga sér stað. Skrifræðiskröfur um aðgang að lyfjunum voru einnig nefndar sem byrði, sérstaklega hjá þeim sem bjuggu í dreifbýli og þurftu að ferðast langar vegalengdir til viðtala og mats. Eftir andlátið fannst mörgum skorta sértæk úrræði og stuðning. Þótt sumir hefðu leitað í hefðbundna sorgarráðgjöf upplifðu þeir að fagfólk hefði ekki þekkingu eða þjálfun í dánaraðstoð og gæti því ekki brugðist nægilega vel við þessari einstöku reynslu. Heildarniðurstaða Þrátt fyrir upphaflegar áhyggjur virtist dánaraðstoð almennt hafa jákvæð áhrif á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila, einkum vegna þess að hún dró úr þjáningu og skapaði tækifæri til að skipuleggja og kveðja. Ýmsar áskoranir komu fram sem tengjast þekkingu og viðhorfum til dánaraðstoðar og hafa áhrif á fjölskyldutengslin og forsorg. Höfundar leggja áherslu á þörfina fyrir sérhæfð úrræði s.s. fræðslu og stuðningskerfi sem taka mið af þessari einstöku reynslu til að tryggja að aðstandendur fái viðeigandi aðstoð í sorgarferlinu. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun