Hugleiðingar um forsetann Bergþór Pálsson skrifar 15. apríl 2016 10:09 Ég hélt að það væri grín þegar einhver orðaði mig við forsetaembættið. Forsetarnir sem þjóðin hefur kosið sér til þessa hafa verið mikilhæfir, hver á sinn hátt og ég verð bara vandræðalegur í framan ef ég reyni að bera mig saman við þá. En það var ekki grín. Undanfarnar vikur hefur verið gríðarlegur gestagangur hjá okkur Albert, snúðakökur bakaðar í bunum, mikið líf í tuskunum og hrókasamræður um hlutverk forseta. Í gegnum þetta ferli hef ég velt hlutverkinu gaumgæfilega fyrir mér og reifa hér nokkrar af þeim vangaveltum. Að minni hyggju orkar tvímælis að tala um forseta sem sameiningartákn. Aftur á móti getur hann verið afl til samstöðu! Síðastliðin 30 ár hef ég starfað við að tengjast fólki, skilja fólk og hjálpa fólki að tengjast með ákveðnum hughrifum. Ég hef hitt tugþúsundir Íslendinga við störf mín, á stundum gleði og sorgar, þar sem sálin er opnust. Það hafa verið forréttindi að fá að koma inn á heimili við alls kyns tilefni, svo sem skírnarveislur og afmælisveislur. Jarðarfarir og brúðkaup út um landið upp í risastórar samkomur og allt þar á milli, hafa verið minn starfsvettvangur. Ég tel mig því þekkja þjóðina vel og eftir hin margvíslegu kynni mín af henni þykir mér vænna um hana en orð fá lýst. Ég veit að auðvelt er að kalla fram þann kraft, samheldni og velvilja sem býr í okkur öllum, ef líf er talað inn í tilveruna með von, gleði og bjartsýni. 99,9% af Íslendingum eru gott fólk, kjarnmikið, velviljað. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar því er haldið fram að við séum svo neikvæð. Við erum það alls ekki, en við höfum ríka réttlætiskennd. Ef við höfum trú á okkur og höldum utan um hvert annað, alveg eins og við gerum á miklum gleði- og sorgarstundum, köllum við fram það besta, þann samhug sem býr í okkur öllum. Gleðin yfir því að eiga hvert annað byggir okkur upp innan frá og gerir okkur hæfari til að gagnrýna og takast á við vandamál samtímans, rangsleitni og óréttlæti, af festu og hlutlægni. En reiðin endar oft illa! Það er því mikilvægt að við missum ekki sjónar á þeim sérstæðu fjölskyldu- og vinatengslum sem fámennið skapar. Þau styrkja okkur. Þetta fann ég svo áþreifanlega um daginn þegar við fjölskyldan fórum að skoða staðinn þar sem Pourquoi-pas strandaði. Í byggðinni í grennd hittum við fólk sem bauð okkur inn í kaffispjall um strandið og sýndi okkur einlæga vináttu, bláókunnugu fólki. Svona andrúmslofti trausts og samheldni mætir maður hvarvetna á landinu. Þess vegna er forgangsverkefni hjá forseta Íslands að viðhalda þessari samheldni, byggja brýr á milli okkar, hjálpa okkur að tengjast hvert öðru, tala líf inn í tilveruna, von, gleði og bjartsýni. Ég hef ég sungið stjórnarskrána ótal sinnum, kynnt mér lög um Stjórnarráð Íslands o.s.frv. með leiðsögn sérfræðinga. Það er brýnt að við fáum nýja stjórnarskrá, sem meðal annars tekur af öll tvímæli um hlutverk forseta. Hvað sem því líður virkjaði Ólafur Ragnar Grímsson málskotsrétt þótt fræðimenn væru ekki allir sammála um réttmæti þess. Það hefur mælst vel fyrir, enda hefur krafa um aukið beint lýðræði aukist í samfélaginu upp á síðkastið. Oft eru forsetaefni spurð um skoðanir á hinum og þessum pólitísku málefnum. Þannig virðist talið líklegt að skoðanir þeirra skipti máli þegar lögum er vísað til þjóðarinnar. Þetta tel ég varhugavert. Að mínu mati er þýðingarmikið að forseta sé treystandi til að setja sínar skoðanir og tilfinningar til hliðar. Mikilvægt er að forsetaefnin gefi skýra forskrift að því hvenær þau telji að málskotsrétti skuli beitt. Ljóst þarf að vera að ólga sé í samfélaginu vegna lagasetningarinnar, málið þarf að vera afdrifaríkt fyrir þjóðina og óafturkræft. Þar sem forseti er fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar í þessu efni, finnst mér ekki ákjósanlegt að hann hafi bakgrunn í pólitískri baráttu, þótt allir ættu að geta verið sammála um að Ólafur Ragnar hafi notað málskotsrétt af skynsemi og góðri dómgreind í Icesave málinu. Það var einmitt afdrifaríkt og óafturkræft mál. Hins vegar má almennt telja óheppilegt að samherjar úr stjórnmálum andi ofan í hálsmálið á forseta, þegar hann veitir stjórnarmyndunarumboð eða tekur ákvörðun um að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Eftir því sem hlutverk forseta í stjórnskipan hefur hlotið meira vægi, hefur orðið æ mikilvægara að forsetinn sé óháður pólitískum öflum. En hann þarf auðvitað að hafa gott samstarf við stjórnsýsluna og hafa góða ráðgjafa í fræðasamfélaginu. Ef forseti vill auka samhug í samfélaginu ætti hann að forðast að taka opinbera afstöðu í pólitískum deilumálum. Rétti vettvangurinn til þess er niðri á Alþingi. Ef forseti heldur skoðunum ákveðins hóps fram, hlýtur hann að gera öðrum hluta þjóðarinnar gramt í geði. Sundurlyndi er ekki það sem íslensk þjóð hefur þörf fyrir nú. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að hann sé traustur vörður lýðræðis og mannréttinda í ræðu og riti, vegna þess að þetta eru réttindi sem mannkynið hefur þurft að berjast fyrir með blóði, svita og tárum og auðvelt er að skerða þau, eins og mannkynssagan sýnir. Forseti þarf að hafa ríka samlíðan, vera hógvær, hafa hæfileika til að tengja ólíka hópa og vera laus við að fara í manngreinarálit. Hann á að vera snobb- og yfirlætislaus með öllu og taka öllum jafn vel, enda erum við öll jafn mikilvæg. Ótal margt fleira hefur borið á góma á snúðakökufundunum; samskipti við umheiminn, samstarf með viðskiptalífi, svo eitthvað sé nefnt, en ég læt hér staðar numið. Ég treysti því að við berum gæfu til að velja forseta sem við getum öll verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hélt að það væri grín þegar einhver orðaði mig við forsetaembættið. Forsetarnir sem þjóðin hefur kosið sér til þessa hafa verið mikilhæfir, hver á sinn hátt og ég verð bara vandræðalegur í framan ef ég reyni að bera mig saman við þá. En það var ekki grín. Undanfarnar vikur hefur verið gríðarlegur gestagangur hjá okkur Albert, snúðakökur bakaðar í bunum, mikið líf í tuskunum og hrókasamræður um hlutverk forseta. Í gegnum þetta ferli hef ég velt hlutverkinu gaumgæfilega fyrir mér og reifa hér nokkrar af þeim vangaveltum. Að minni hyggju orkar tvímælis að tala um forseta sem sameiningartákn. Aftur á móti getur hann verið afl til samstöðu! Síðastliðin 30 ár hef ég starfað við að tengjast fólki, skilja fólk og hjálpa fólki að tengjast með ákveðnum hughrifum. Ég hef hitt tugþúsundir Íslendinga við störf mín, á stundum gleði og sorgar, þar sem sálin er opnust. Það hafa verið forréttindi að fá að koma inn á heimili við alls kyns tilefni, svo sem skírnarveislur og afmælisveislur. Jarðarfarir og brúðkaup út um landið upp í risastórar samkomur og allt þar á milli, hafa verið minn starfsvettvangur. Ég tel mig því þekkja þjóðina vel og eftir hin margvíslegu kynni mín af henni þykir mér vænna um hana en orð fá lýst. Ég veit að auðvelt er að kalla fram þann kraft, samheldni og velvilja sem býr í okkur öllum, ef líf er talað inn í tilveruna með von, gleði og bjartsýni. 99,9% af Íslendingum eru gott fólk, kjarnmikið, velviljað. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar því er haldið fram að við séum svo neikvæð. Við erum það alls ekki, en við höfum ríka réttlætiskennd. Ef við höfum trú á okkur og höldum utan um hvert annað, alveg eins og við gerum á miklum gleði- og sorgarstundum, köllum við fram það besta, þann samhug sem býr í okkur öllum. Gleðin yfir því að eiga hvert annað byggir okkur upp innan frá og gerir okkur hæfari til að gagnrýna og takast á við vandamál samtímans, rangsleitni og óréttlæti, af festu og hlutlægni. En reiðin endar oft illa! Það er því mikilvægt að við missum ekki sjónar á þeim sérstæðu fjölskyldu- og vinatengslum sem fámennið skapar. Þau styrkja okkur. Þetta fann ég svo áþreifanlega um daginn þegar við fjölskyldan fórum að skoða staðinn þar sem Pourquoi-pas strandaði. Í byggðinni í grennd hittum við fólk sem bauð okkur inn í kaffispjall um strandið og sýndi okkur einlæga vináttu, bláókunnugu fólki. Svona andrúmslofti trausts og samheldni mætir maður hvarvetna á landinu. Þess vegna er forgangsverkefni hjá forseta Íslands að viðhalda þessari samheldni, byggja brýr á milli okkar, hjálpa okkur að tengjast hvert öðru, tala líf inn í tilveruna, von, gleði og bjartsýni. Ég hef ég sungið stjórnarskrána ótal sinnum, kynnt mér lög um Stjórnarráð Íslands o.s.frv. með leiðsögn sérfræðinga. Það er brýnt að við fáum nýja stjórnarskrá, sem meðal annars tekur af öll tvímæli um hlutverk forseta. Hvað sem því líður virkjaði Ólafur Ragnar Grímsson málskotsrétt þótt fræðimenn væru ekki allir sammála um réttmæti þess. Það hefur mælst vel fyrir, enda hefur krafa um aukið beint lýðræði aukist í samfélaginu upp á síðkastið. Oft eru forsetaefni spurð um skoðanir á hinum og þessum pólitísku málefnum. Þannig virðist talið líklegt að skoðanir þeirra skipti máli þegar lögum er vísað til þjóðarinnar. Þetta tel ég varhugavert. Að mínu mati er þýðingarmikið að forseta sé treystandi til að setja sínar skoðanir og tilfinningar til hliðar. Mikilvægt er að forsetaefnin gefi skýra forskrift að því hvenær þau telji að málskotsrétti skuli beitt. Ljóst þarf að vera að ólga sé í samfélaginu vegna lagasetningarinnar, málið þarf að vera afdrifaríkt fyrir þjóðina og óafturkræft. Þar sem forseti er fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar í þessu efni, finnst mér ekki ákjósanlegt að hann hafi bakgrunn í pólitískri baráttu, þótt allir ættu að geta verið sammála um að Ólafur Ragnar hafi notað málskotsrétt af skynsemi og góðri dómgreind í Icesave málinu. Það var einmitt afdrifaríkt og óafturkræft mál. Hins vegar má almennt telja óheppilegt að samherjar úr stjórnmálum andi ofan í hálsmálið á forseta, þegar hann veitir stjórnarmyndunarumboð eða tekur ákvörðun um að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Eftir því sem hlutverk forseta í stjórnskipan hefur hlotið meira vægi, hefur orðið æ mikilvægara að forsetinn sé óháður pólitískum öflum. En hann þarf auðvitað að hafa gott samstarf við stjórnsýsluna og hafa góða ráðgjafa í fræðasamfélaginu. Ef forseti vill auka samhug í samfélaginu ætti hann að forðast að taka opinbera afstöðu í pólitískum deilumálum. Rétti vettvangurinn til þess er niðri á Alþingi. Ef forseti heldur skoðunum ákveðins hóps fram, hlýtur hann að gera öðrum hluta þjóðarinnar gramt í geði. Sundurlyndi er ekki það sem íslensk þjóð hefur þörf fyrir nú. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að hann sé traustur vörður lýðræðis og mannréttinda í ræðu og riti, vegna þess að þetta eru réttindi sem mannkynið hefur þurft að berjast fyrir með blóði, svita og tárum og auðvelt er að skerða þau, eins og mannkynssagan sýnir. Forseti þarf að hafa ríka samlíðan, vera hógvær, hafa hæfileika til að tengja ólíka hópa og vera laus við að fara í manngreinarálit. Hann á að vera snobb- og yfirlætislaus með öllu og taka öllum jafn vel, enda erum við öll jafn mikilvæg. Ótal margt fleira hefur borið á góma á snúðakökufundunum; samskipti við umheiminn, samstarf með viðskiptalífi, svo eitthvað sé nefnt, en ég læt hér staðar numið. Ég treysti því að við berum gæfu til að velja forseta sem við getum öll verið stolt af.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar