José Costa verður áfram þjálfari Tindastóls í Domino's deild karla. Þetta staðfesti Stefán Jónsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Karfan.is í kvöld.
Costa tók við Stólunum eftir sex umferðir eftir að Finninn Pietti Poikola var látinn taka pokann sinn.
Eftir misjafnt gengi í fyrstu unnu Stólarnir sjö síðustu leiki sína í Domino's deildinni og slógu Keflavík úr leik, 3-1, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Í undanúrslitunum mættu þeir Haukum en féllu úr leik, 3-1, eftir tap í fjórða leiknum á Króknum á þriðjudaginn.
Costa stýrði Stólunum í 24 leikjum í vetur en 15 þeirra unnust og níu töpuðust.
Costa áfram á Króknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn


Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn
