Rannsakar ekki mál forsætisráðherra Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sagðist ekki geta séð að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um útgreiðslur til kröfuhafa. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Panama-skjölin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Panama-skjölin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira