Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 12:00 Kobe Bryant á síðasta blaðamannafundinum. Vísir/Getty Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik. NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik.
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30