James Harden búinn að bæta eitt óvinsælasta metið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 14:30 James Harden. Vísir/Getty James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder) NBA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder)
NBA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira