Hefði Ólafur Ragnar átt að undirrita þingrofsbeiðnina? Hildur Þórðardóttir skrifar 11. apríl 2016 22:32 Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun