Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 12:46 Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11
Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels