Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 29. apríl 2016 09:00 KR náði þriðja sæti í fyrra. vísir/pjetur Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra sem voru ákveðin vonbrigði. KR komst á toppinn um mitt mót en mikið fjaraði undan liðinu á seinni hlutanum og missti það ekki bara af Íslandsmeistaratitlinum heldur líka öðru sætinu á lokasprettinum. KR er sigursælasta lið íslenskrar knattspyrnu með 26 Íslandsmeistaratitla. Bjarni Guðjónsson er á öðru ári með KR en hann skilaði liðinu í þriðja sæti og var ekki að heilla marga með hvernig liðið tók dýfu seinni hluta móts eins flott og það var fyrri partinn. Pressan hleðst á Bjarna sem þarf að sýna árangur í sumar en hann er aðeins á sínu þriðja ári í þjálfun eftir að falla með Fram árið 2014. Bjarna til aðstoðar líkt og í fyrra verður Guðmundur Benediktsson. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Fyrir utan leik gegn nýliðum Þróttar sem allir spá falli og það á heimavelli eiga KR-ingar fyrir höndum erfiða byrjun sem gæti setti enn meiri pressu á liðið og þjálfarann ef illa fer. KR tekur á móti Gary Martin og félögum í Víkingi í fyrstu umferð og eftir Þróttaraleikinn er svo komið að stórleikjum gegn FH og Stjörnunni en þeir eru þó báðir heima. Vesturbæingar heimsækja svo Blika í Kópavoginn í fimmtu umferðinni.02. maí: KR – Víkingur, Víkingsvöllur08. maí: Þróttur - KR, Alvogen-völlurinn12. maí: KR – FH, Alvogen-völlurinn17. maí: KR – Stjarnan, Alvogen-völlurinn23. maí: Breiðablik – KR, KópavogsvöllurIndriði Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson og Hólmbert Aron Friðjónsson.vísir/anton brink/vilhelm/stefánÞRÍR SEM KR TREYSTIR ÁIndriði Sigurðsson: KR-ingar töluðu mikið um að þá vantaði leiðtoga í fyrra og nú er svo sannarlega kominn einn slíkur. Indriði Sigurðsson er að koma heim eftir 16 ár í atvinnumennsku, en þessi 34 ára gamli miðvörður er svo sannarlega ekki á niðurleið heldur átti hann eitt sitt besta tímabil í norsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann var fyrirliði Viking í Stavanger í fimm ár og hefur myndað ógnarsterkt miðvarðapar með Skúla Jóni Friðgeirssyni á undirbúningstímabilinu. Sannur leiðtogi.Óskar Örn Hauksson: Það skiptir ekki máli hvaða ár er, Njarðvíkingurinn er alltaf einn af aðalmönnum KR og liðið treystir á framlag frá honum. Fimmtíu mörk í efstu deild í 221 leik af kantinum og annað eins af stoðsendingum hafa gert hann af einum af besta leikmanni efstu deildar undanfarinn áratug. Óskar byrjaði veturinn ekki vel en hefur verið að spila betur og betur og toppaði sig með marki frá miðju í úrslitaleik Lengjubikarsins.Hólmbert Aron Friðjónsson: Framherjinn stóri og stæðilegi úr Kópavoginum átti erfitt uppdráttar eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í fyrra og skoraði aðeins þrjú mörk í tíu leikjum. Reyndar var KR-liðið ekki að skapa mörg færi fyrir framherja sína. Hólmbert hefur litið svakalega vel út í vetur en hann og Daninn Morten Beck Andersen hafa skapað saman sterka framherjatvennu. Það er ekkert útilokað að Hólmbert sigli aftur í atvinnumennsku í haust og taki gullskóinn með sér.Morten Beck Andersen kom til KR frá Danmörku.vísir/anton brinkMARKAÐURINN:Komnir: Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström Indriði Sigurðsson frá Viking Michael Præst frá Stjörnunni Kennie Chopart frá Fjölni Morten Beck frá Danmörku Morten Beck Andersen frá DanmörkuFarnir: Gary Martin í Víking R. Almarr Ormarsson í KA Emil Atlason í Þrótt Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík Rasmus Christiansen í Val Sören Frederiksen í Viborg Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó. Kristinn Jóhannes Magnússon hættur Gonzalo Balbi KR-ingar hreinsuðu til í hópnum og létu mikið af mönnum fara en fengu færri og að þeirra mati sterkari leikmenn á móti. Þeir hafa gefið það út að þeir vilji hafa minni hóp af betri leikmönnum og gefa ungviðinu fleiri tækifæri en í vesturbænum eru nokkrir mjög spennandi ungir leikmenn. Félagaskiptin sem mest var talað um var brotthvarf Gary Martin í Víking en það var á endanum líklega best fyrir báð aðila. Emil Atlason og Þorsteinn Már Ragnarsson fóru líka sem og Almarr Ormarsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson. KR hefur fengið hágæða leikmenn eins og Finn Orra Margeirsson og Michael Præst inn á miðjuna. Finnur Orri hefur verið einn af albestu miðjumönnum deildarinnar undanfarin ár og Præst var leiðtoginn í Stjörnuliðinu. Koma Indriða Sigurðssonar er svo klárlega að styrkja varnarleikinn en hann mun vafalítið skila betra hlutverki en Rasmus Christiansen jafnt innan sem utan vallar. Tveir Mortenar eru komnir frá Danmörku; snaggaralegur hægri bakvörðurinn sem heitir Morten Beck og tarfur í framlínuna sem heitir Morten Beck líka en er Andersen. Báðir líta mjög vel út og eru einfaldlega klassa spilarar. Bakvörðurinn er eldfljótur, tekknískur og góður að verjast og nær mjög vel saman við nafna sinn og finnur hann gjarnan inn á teignum. Til að styrkja sóknarleikinn enn frekar kom svo Kennie Chopart sem átti magnaðan seinni hluta sumars með Fjölni í fyrra.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það eru miklar breytingar á KR-liðinu og mikið er talað um hvað liðið er með þunnskipaðan hóp. Helstu vandamálin í fyrstu umferðunum tengt því verða meiðslin á miðjunni en Pálmi Rafn og Finnur Orri eru meiddir og Michael Præst er að skríða saman. Kr er með tvo þunga framherja; Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen, sem eru svolítið svipaðir. Þetta eru leikmenn sem erfitt er að stinga á ví þeir hlaupa ekki aftur fyrir varnarlínur. Styrkleiki KR-liðsins felst í miðvörðum þess; Skúla Jóni og Indriða Sigurðssyni. Liðið styrki líka hægri bakvarðarstöðuna mikið að mínu mati með Morten Beck sem er góður leikmaður. KR-ingar voru farsælir á félagaskiptamarkaðnum og tóku stórar ákvarðanir eins og að selja Gary Martin og fara ekki á eftir Baldri Sigurðssyni. Mér líst mjög vel á sumarið fyrir hönd KR en þetta er samt ekki nóg til að vinna titilinn.Bjarni Guðjónsson þarf að gera alvöru hluti með KR-liðið í ár.vísir/stefánÞað sem við vitum um KR er... að með alla heila getur það stillt upp alveg rosalega sterku byrjunarliði. Ekkert nema háklassa leikmenn eru í öllum stöðum. Varnarleikurinn er góður en liðið er líklega með besta miðvarðapar deildarinnar og frábæran markvörð í Stefáni Loga Magnússyni sem spilaði mjög vel í fyrra þó lítið hafi verið talað um það. KR ætti ekki að þurfa að skora mörg mörk til að vinna leiki vegna varnarleiksins og er með gæðin fram á við til að skora.Spurningamerkin eru... hvort breiddin sé nægilega mikil. KR-ingar hafa verið og koma líklega inn í mótið svolítið sundurtættir vegna meiðsla en undir lok undirbúningstímabilsins voru strákar fæddir 1998 og 1999 að byrja leikina fyrir stórveldið. Þeim er ætlað að spila hlutverk í þessu KR-liði í sumar en hvort þeir séu tilbúnir og KR tapi leikjum vegna minni breiddar en hin stórliðinStefán Logi spilaði frábærlega í fyrra og hefur verið flottur í vetur.vísir/anton brinkÍ BESTA FALLI: Heldur KR-liðið áfram á þeirri vegferð sem það hefur verið í vetur. Mikill stígandi er í leik liðsins en það raðar inn mörkum í öllum regnbogans litum og fær ekki á sig mark. Menn haldast nokkuð heilir og Bjarni og Gummi þurfa ekki að treysta of mikið á kjúklingana í stórum leikjum þó efnilegir eru. Hólmbert og Andersen halda áfram að tengja betur saman og Óskar Örn kemur á flugi inn í mótið. Það er ekkert því til fyrirstöðu að KR standi uppi sem Íslandsmeistari og Bjarni Guðjónsson geti svarað gagnrýnisröddum með stæl.Í VERSTA FALLI: Verður breiddin ekki nóg og KR fer að tapa dýrmætum stigum í baráttu við FH og Stjörnuna sem eru með mun fleiri reyndari leikmenn og miklu stærri leikmannahópa. Það er í raun eina áhyggjuefnið miðað við hvernig liðið er að spila í dag en KR endar aldrei neðar en í þriðja sæti eins og það er að spila núna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra sem voru ákveðin vonbrigði. KR komst á toppinn um mitt mót en mikið fjaraði undan liðinu á seinni hlutanum og missti það ekki bara af Íslandsmeistaratitlinum heldur líka öðru sætinu á lokasprettinum. KR er sigursælasta lið íslenskrar knattspyrnu með 26 Íslandsmeistaratitla. Bjarni Guðjónsson er á öðru ári með KR en hann skilaði liðinu í þriðja sæti og var ekki að heilla marga með hvernig liðið tók dýfu seinni hluta móts eins flott og það var fyrri partinn. Pressan hleðst á Bjarna sem þarf að sýna árangur í sumar en hann er aðeins á sínu þriðja ári í þjálfun eftir að falla með Fram árið 2014. Bjarna til aðstoðar líkt og í fyrra verður Guðmundur Benediktsson. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Fyrir utan leik gegn nýliðum Þróttar sem allir spá falli og það á heimavelli eiga KR-ingar fyrir höndum erfiða byrjun sem gæti setti enn meiri pressu á liðið og þjálfarann ef illa fer. KR tekur á móti Gary Martin og félögum í Víkingi í fyrstu umferð og eftir Þróttaraleikinn er svo komið að stórleikjum gegn FH og Stjörnunni en þeir eru þó báðir heima. Vesturbæingar heimsækja svo Blika í Kópavoginn í fimmtu umferðinni.02. maí: KR – Víkingur, Víkingsvöllur08. maí: Þróttur - KR, Alvogen-völlurinn12. maí: KR – FH, Alvogen-völlurinn17. maí: KR – Stjarnan, Alvogen-völlurinn23. maí: Breiðablik – KR, KópavogsvöllurIndriði Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson og Hólmbert Aron Friðjónsson.vísir/anton brink/vilhelm/stefánÞRÍR SEM KR TREYSTIR ÁIndriði Sigurðsson: KR-ingar töluðu mikið um að þá vantaði leiðtoga í fyrra og nú er svo sannarlega kominn einn slíkur. Indriði Sigurðsson er að koma heim eftir 16 ár í atvinnumennsku, en þessi 34 ára gamli miðvörður er svo sannarlega ekki á niðurleið heldur átti hann eitt sitt besta tímabil í norsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann var fyrirliði Viking í Stavanger í fimm ár og hefur myndað ógnarsterkt miðvarðapar með Skúla Jóni Friðgeirssyni á undirbúningstímabilinu. Sannur leiðtogi.Óskar Örn Hauksson: Það skiptir ekki máli hvaða ár er, Njarðvíkingurinn er alltaf einn af aðalmönnum KR og liðið treystir á framlag frá honum. Fimmtíu mörk í efstu deild í 221 leik af kantinum og annað eins af stoðsendingum hafa gert hann af einum af besta leikmanni efstu deildar undanfarinn áratug. Óskar byrjaði veturinn ekki vel en hefur verið að spila betur og betur og toppaði sig með marki frá miðju í úrslitaleik Lengjubikarsins.Hólmbert Aron Friðjónsson: Framherjinn stóri og stæðilegi úr Kópavoginum átti erfitt uppdráttar eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í fyrra og skoraði aðeins þrjú mörk í tíu leikjum. Reyndar var KR-liðið ekki að skapa mörg færi fyrir framherja sína. Hólmbert hefur litið svakalega vel út í vetur en hann og Daninn Morten Beck Andersen hafa skapað saman sterka framherjatvennu. Það er ekkert útilokað að Hólmbert sigli aftur í atvinnumennsku í haust og taki gullskóinn með sér.Morten Beck Andersen kom til KR frá Danmörku.vísir/anton brinkMARKAÐURINN:Komnir: Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström Indriði Sigurðsson frá Viking Michael Præst frá Stjörnunni Kennie Chopart frá Fjölni Morten Beck frá Danmörku Morten Beck Andersen frá DanmörkuFarnir: Gary Martin í Víking R. Almarr Ormarsson í KA Emil Atlason í Þrótt Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík Rasmus Christiansen í Val Sören Frederiksen í Viborg Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó. Kristinn Jóhannes Magnússon hættur Gonzalo Balbi KR-ingar hreinsuðu til í hópnum og létu mikið af mönnum fara en fengu færri og að þeirra mati sterkari leikmenn á móti. Þeir hafa gefið það út að þeir vilji hafa minni hóp af betri leikmönnum og gefa ungviðinu fleiri tækifæri en í vesturbænum eru nokkrir mjög spennandi ungir leikmenn. Félagaskiptin sem mest var talað um var brotthvarf Gary Martin í Víking en það var á endanum líklega best fyrir báð aðila. Emil Atlason og Þorsteinn Már Ragnarsson fóru líka sem og Almarr Ormarsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson. KR hefur fengið hágæða leikmenn eins og Finn Orra Margeirsson og Michael Præst inn á miðjuna. Finnur Orri hefur verið einn af albestu miðjumönnum deildarinnar undanfarin ár og Præst var leiðtoginn í Stjörnuliðinu. Koma Indriða Sigurðssonar er svo klárlega að styrkja varnarleikinn en hann mun vafalítið skila betra hlutverki en Rasmus Christiansen jafnt innan sem utan vallar. Tveir Mortenar eru komnir frá Danmörku; snaggaralegur hægri bakvörðurinn sem heitir Morten Beck og tarfur í framlínuna sem heitir Morten Beck líka en er Andersen. Báðir líta mjög vel út og eru einfaldlega klassa spilarar. Bakvörðurinn er eldfljótur, tekknískur og góður að verjast og nær mjög vel saman við nafna sinn og finnur hann gjarnan inn á teignum. Til að styrkja sóknarleikinn enn frekar kom svo Kennie Chopart sem átti magnaðan seinni hluta sumars með Fjölni í fyrra.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það eru miklar breytingar á KR-liðinu og mikið er talað um hvað liðið er með þunnskipaðan hóp. Helstu vandamálin í fyrstu umferðunum tengt því verða meiðslin á miðjunni en Pálmi Rafn og Finnur Orri eru meiddir og Michael Præst er að skríða saman. Kr er með tvo þunga framherja; Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen, sem eru svolítið svipaðir. Þetta eru leikmenn sem erfitt er að stinga á ví þeir hlaupa ekki aftur fyrir varnarlínur. Styrkleiki KR-liðsins felst í miðvörðum þess; Skúla Jóni og Indriða Sigurðssyni. Liðið styrki líka hægri bakvarðarstöðuna mikið að mínu mati með Morten Beck sem er góður leikmaður. KR-ingar voru farsælir á félagaskiptamarkaðnum og tóku stórar ákvarðanir eins og að selja Gary Martin og fara ekki á eftir Baldri Sigurðssyni. Mér líst mjög vel á sumarið fyrir hönd KR en þetta er samt ekki nóg til að vinna titilinn.Bjarni Guðjónsson þarf að gera alvöru hluti með KR-liðið í ár.vísir/stefánÞað sem við vitum um KR er... að með alla heila getur það stillt upp alveg rosalega sterku byrjunarliði. Ekkert nema háklassa leikmenn eru í öllum stöðum. Varnarleikurinn er góður en liðið er líklega með besta miðvarðapar deildarinnar og frábæran markvörð í Stefáni Loga Magnússyni sem spilaði mjög vel í fyrra þó lítið hafi verið talað um það. KR ætti ekki að þurfa að skora mörg mörk til að vinna leiki vegna varnarleiksins og er með gæðin fram á við til að skora.Spurningamerkin eru... hvort breiddin sé nægilega mikil. KR-ingar hafa verið og koma líklega inn í mótið svolítið sundurtættir vegna meiðsla en undir lok undirbúningstímabilsins voru strákar fæddir 1998 og 1999 að byrja leikina fyrir stórveldið. Þeim er ætlað að spila hlutverk í þessu KR-liði í sumar en hvort þeir séu tilbúnir og KR tapi leikjum vegna minni breiddar en hin stórliðinStefán Logi spilaði frábærlega í fyrra og hefur verið flottur í vetur.vísir/anton brinkÍ BESTA FALLI: Heldur KR-liðið áfram á þeirri vegferð sem það hefur verið í vetur. Mikill stígandi er í leik liðsins en það raðar inn mörkum í öllum regnbogans litum og fær ekki á sig mark. Menn haldast nokkuð heilir og Bjarni og Gummi þurfa ekki að treysta of mikið á kjúklingana í stórum leikjum þó efnilegir eru. Hólmbert og Andersen halda áfram að tengja betur saman og Óskar Örn kemur á flugi inn í mótið. Það er ekkert því til fyrirstöðu að KR standi uppi sem Íslandsmeistari og Bjarni Guðjónsson geti svarað gagnrýnisröddum með stæl.Í VERSTA FALLI: Verður breiddin ekki nóg og KR fer að tapa dýrmætum stigum í baráttu við FH og Stjörnuna sem eru með mun fleiri reyndari leikmenn og miklu stærri leikmannahópa. Það er í raun eina áhyggjuefnið miðað við hvernig liðið er að spila í dag en KR endar aldrei neðar en í þriðja sæti eins og það er að spila núna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira