Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 13:26 Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira