Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2016 20:47 Finnur Ingólfsson, Hrólfur Ölvisson og Helgi S. Magnússon. vísir/pjetur/aðsend/anton Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59
Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29