Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 09:00 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45
Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40
Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00