Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 10:58 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira