Toronto hafði unnið tvo leiki í röð eftir óvæntan sigur Indiana Pacers í Kanada í fyrstu leik liðanna og voru heimamenn því undir töluverðri pressu fyrir leik liðanna í nótt.
Ian Mahinmi og George Hill fóru fyrir liði Indiana Pacers sem náði forskotinu strax á upphafsmínútum leiksins og leiddi með 15 stigum í hálfleik.
Gestirnir frá Kanada náðu ekki að ógna forskoti heimanna í seinni hálfleik sem unnu að lokum öruggan sigur en næsti leikur liðanna fer fram í Toronto.
Þá vann Oklahoma City Thunder mikilvægan sigur á Dallas Mavericks í nótt en eftir sigurinn er Oklahoma með 3-1 forskot í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Vesturdeildarinnar.
Eins og oft áður fór Russell Westbrook fyrir liði Oklahoma í nótt en Westbrook lauk leiknum með 25 stig og 15 fráköst.
Þá náðu leikmenn Charlotte Hornets að minnka muninn á heimavelli gegn Miami Heat í nótt í 1-2 í einvígi liðanna. Var þetta fyrsti sigur Charlotte Hornets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fjórtán ár.
Í lokaleik kvöldsins náði Portland Trailblazers að vinna þriðja leikinn í einvígi liðsins gegn Los Angeles Clippers.
Damian Lillard var stigahæstur í liði Portland með 30 stig en hann gerði endanlega út um leikinn með tveimur vítaskotum þegar 24 sekúndur voru til leiksloka.
Úrslit kvöldsins:
Indiana Pacers 100-83 Toronto Raptors
Charlotte Hornets 96-80 Miami Heat
Dallas Mavericks 108-119 Oklahoma City Thunder
Portland Trailblazers 96-88 Los Angeles Clippers