Zika-veiran: 2,2 milljarðar jarðarbúa búa á hættusvæðum Tryggvi Páll Trygggvason skrifar 20. apríl 2016 23:41 Vísindamenn hafa kortlagt hvaða svæði heimsins stafar mest ógn af Zika-veirunni. Samsett/Getty/Oxford-háskóli 2.2 milljarðar jarðarbúa búa á svæðum í heiminum þar sem aðstæður fyrir útbreiðslu Zika-veirunnar eru hagstæðar. Þetta kemur fram í ítarlegri kortlagningu vísindamanna sem birtist í vísindatímaritinu eLife.Zika-veiran, sem dreifist með ákveðinni tegund moskító-flugna, hefur orsakað alþjóðlegan heilbrigðisvanda síðastliðið ár en staðfest hefur verið að vírusinn getur orsakað alvarlegan fósturskaða.Vísindamenn hafa útbúið ítarleg kort til þess að finna út hvar Zika-veiran getur þrifist vel svo betur megi bregðast við vandanum. Kortin byggja á ítarlegri greiningu en vísindamennirnir nýttu sér nákvæm landfræðileg gögn og gögn um umhverfisaðstæður auk greiningu á útbreiðslu Zika-veirunnar til þess að komast að því hvaða svæði heimsins væri í mestri hættu. Svæði í kringum miðbauginn í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, auk Mexíkó og hluta af Ástralíu og Bandaríkjunum eru talin vera í mestri hættu. Alls búa um 2,2 milljarðar jarðarbúa á þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæðin. Stór hluti Suður-Ameríku telst vera hættusvæði en þar hafa langflest tilfelli greinst til þessa en þúsundir barna hafa greinst með fósturskaða af völdum Zika-veirunnar. Vísindamennirnir segja að moskító-flugan sé ekki eina skilyrðið, einnig þurfi að vera nógu heitt til þess að Zika-veiran geti fjölgað sér innan í flugunum auk þess sem að ákveðin fjölda fólks þarf til þess að veiran smitist hratt.Rauðu svæðin á kortinu hér fyrir neðan eru þau svæði sem talin eru vera í mestri hættu.Mynd/Oxford-háskóli Zíka Tengdar fréttir Zika-veiran hættulegri en áður var talið Smitsjúkdómalæknir útskýrir Zika-faraldurinn. 14. apríl 2016 10:36 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
2.2 milljarðar jarðarbúa búa á svæðum í heiminum þar sem aðstæður fyrir útbreiðslu Zika-veirunnar eru hagstæðar. Þetta kemur fram í ítarlegri kortlagningu vísindamanna sem birtist í vísindatímaritinu eLife.Zika-veiran, sem dreifist með ákveðinni tegund moskító-flugna, hefur orsakað alþjóðlegan heilbrigðisvanda síðastliðið ár en staðfest hefur verið að vírusinn getur orsakað alvarlegan fósturskaða.Vísindamenn hafa útbúið ítarleg kort til þess að finna út hvar Zika-veiran getur þrifist vel svo betur megi bregðast við vandanum. Kortin byggja á ítarlegri greiningu en vísindamennirnir nýttu sér nákvæm landfræðileg gögn og gögn um umhverfisaðstæður auk greiningu á útbreiðslu Zika-veirunnar til þess að komast að því hvaða svæði heimsins væri í mestri hættu. Svæði í kringum miðbauginn í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, auk Mexíkó og hluta af Ástralíu og Bandaríkjunum eru talin vera í mestri hættu. Alls búa um 2,2 milljarðar jarðarbúa á þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæðin. Stór hluti Suður-Ameríku telst vera hættusvæði en þar hafa langflest tilfelli greinst til þessa en þúsundir barna hafa greinst með fósturskaða af völdum Zika-veirunnar. Vísindamennirnir segja að moskító-flugan sé ekki eina skilyrðið, einnig þurfi að vera nógu heitt til þess að Zika-veiran geti fjölgað sér innan í flugunum auk þess sem að ákveðin fjölda fólks þarf til þess að veiran smitist hratt.Rauðu svæðin á kortinu hér fyrir neðan eru þau svæði sem talin eru vera í mestri hættu.Mynd/Oxford-háskóli
Zíka Tengdar fréttir Zika-veiran hættulegri en áður var talið Smitsjúkdómalæknir útskýrir Zika-faraldurinn. 14. apríl 2016 10:36 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Zika-veiran hættulegri en áður var talið Smitsjúkdómalæknir útskýrir Zika-faraldurinn. 14. apríl 2016 10:36
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03