Tindastóll hefur styrkt sig enn frekar fyrir næstu leiktíð en liðið samdi í dag við Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem lék með ÍR-ingum í vetur. Þetta kemur fram á Feyki.is í kvöld.
Björgvin skrifaði undir tveggja ára samning við Stólana sem gengu í gær frá samningi við hinn breska Chris Caird. Þá er ljóst að Jou Costa verður áfram þjálfari Stólanna.
Óljóst er hvað Darrel Lewis gerir en hann ætlar að spila áfram í eitt tímabil í viðbót. Þá hafa verið sögusagnir um að Tindastóll sé að missa nokkra af ungu leikmönnum sínum í höfuðborgina en það er stefna Stólanna að halda öllum sínum bestu leikmönnum.
Björgvin Hafþór er uppalinn í Fjölni og var í lykilhlutverki hjá ÍR í vetur.
Enn bætir Tindastóll við sig
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti