Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 21. apríl 2016 09:00 Ian Jeffs mætir enn eitt árið til leiks með ÍBV. vísir/valli Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti deildarinnar en það hefur endað í tíunda sæti undanfarin tvö ár. Eyjamenn náðu þriðja sætinu þrjú ár í röð undir stjórn Heimis Hallgrímssonar frá 2010-2012 en síðan hefur hallað undan fæti. Eyjamenn eru þrefaldir Íslandsmeistarar en síðast varð liðið meistari árið 1998. Þjálfari ÍBV er Bjarni Jóhannsson sem er að stýra Eyjaliðinu öðru sinni. Hann gerði frábæra hluti með liðið undir lok síðasta áratug síðustu aldar. Þá skilaði hann tveimur meistaratitlum í röð árin 1997 og 1998 en síðara árið vann liðið tvennuna. Bjarni þjálfaði síðast KA í 1. deildinni og var með frábært lið í höndunum sem honum tókst ekki að koma upp um deild. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Eyjamenn geta leyft sér að brosa yfir byrjun sinni á mótinu en í fyrstu þremur umferðunum mætir liðið Skaganum, sem hefur litlu bætt við sig, Fjölni, sem er stórt spurningamerki fyrir tímabilið, og nýliðunum úr Ólafsvík. Þá á ÍBV-liðið þrjá heimaleiki í fyrstu fimm umferðunum þannig Eyjamenn geta byrjað mótið vel. 01. maí: ÍBV – ÍA, Hásteinsvöllur 07. maí: Fjölnir – ÍBV, Fjölnisvöllur 12. maí: ÍBV – Víkingur Ó., Hásteinsvöllur 16. maí: Fylkir – ÍBV, Floridana-völlurinn 22. maí: ÍBV – Víkingur R., HásteinsvöllurAvni Pepa, Pablo Punyed, Gunnar Heiðar Þorvaldsson.vísir/ernir/andri marinóÞRÍR SEM ÍBV TREYSTIR ÁAvni Pepa: Albanski Norðmaðurinn varð hægt og sígandi einn af betri miðvörðum Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann og Hafsteinn Briem náðu afskaplega vel saman. Hann var gerður að fyrirliða liðsins og er mikill leiðtogi auk þess sem hann er bara mjög góður varnarmaður. Til að halda stöðugleika og gera betur en í fyrra þarf Pepa að halda uppi sömu gæðum og stýra varnarleik Eyjamanna, sérstaklega með nýjan markvörð í rammanum.Pablo Punyed: Stærsta nafnið sem kom til Eyja fyrir sumarið er El Salvadorinn Pablo Punyed. Að fá hann voru skýr skilaboð frá Eyjamönnum að þeir eru orðnir þreyttir á fallbaráttunni. Punyed hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár, óþreytandi teig-í-teig miðjumaður sem er afskaplega sparkviss og getur skorað úr aukaspyrnum.Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Endurkoma Gunnars síðasta sumar náði engum svakalegum hæðum en hann gerði sitt innan og sérstaklega utan vallar í að halda ÍBV uppi. Hann byrjar mótið meiddur en vonast til að vera klár í júní. Ætli ÍBV að ná markmiðum sínum að vera í efri hlutanum og jafnvel að berjast um Evrópusæti þarf þessi mikli markahrókur að byrja að raða inn nánast um leið og hann jafnar sig.Sito fór í Fylki sem var mikið áfall fyrir ÍBV.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Elvar Ingi Vignisson frá Fjarðabyggð Mikkel Maigaard Jakobsen frá Danmörku Pablo Punyed frá Stjörnunni Simon Smidt frá Danmörku Sindri Snær Magnússon frá Keflavík Derby Carillo frá BandaríkjunumFarnir: Víðir Þorvarðarson í Fylki Jose „Sito” Enrique í Fylki Guðjón Orri Sigurjónsson í Stjörnuna Gunnar Þorsteinsson í Grindavík Stefán Ragnar Guðlaugsson úr láni Mario Brlecic Dominic Adams Tom Even Skogsrud Það var mátulega mikið að gera hjá Bjarna Jóhannssyni á félagaskiptamarkaðnum en það byrjaði ekki vel því liðið missti tvo sterka leikmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann Sito. Hermann Hreiðarsson stal þeim báðum af uppeldisfélaginu til Fylkis og voru Árbæingar meira að segja dæmdir til að greiða sekt fyrir hvernig þeir nældu í Sito. Hemmi líklega ekki sá vinsælasti á Eyjunni í dag. Að missa Sito er mikið áfall enda var það maðurinn sem hélt ÍBV uppi á síðustu leiktíð og Víðir hefur verið góður þjónn undanfarin ár. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og hafa safnað í nokkuð gott lið sem hefur burði til að gera hluti í sumar gangi allt upp. Koma Pablo Punyed er mikið gleðiefni en þar fer miðjumaður sem getur skipt sköpum fyrir hvaða lið sem er. Danirnir tveir; Mikkel Maigaard og Simon Smidt, eru einnig hörku spilarar. Smidt er nagli á miðjunni sem er góður með boltann en Maigaard spilar framar; getur bæði leyst stöðu framherja og fremsta miðjumanns. Til að leysa Abel Dhaira af í markinu er kominn landsliðsmarkvörður El Salvador sem er auðvitað óskrifað blað. Miðað við ferilskrána ætti hann þó að geta spilað í Pepsi-deildinni. Sindri Snær Magnússon kom svo frá Keflavík og Uxinn Elvar Ingi Vignisson sem er stór og sterkur framherji sem gæti slegið í gegn í sumar. Í heildina hafa Eyjamenn gert vel í að fylla í skörðin þó þeir hefðu vafalítið viljað halda mönnum eins og Mario Brlecic og auðvitað Sito. Breiddin er ekki rosaleg en haldist menn heilir getur ÍBV stillt upp nokkuð sterku byrjunarliði.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Eyjamenn eru komnir með þjálfarann sem þeir þurftu, Bjarna Jóhannsson. Það er maður sem fær fólkið í bænum með sér. En eins og alltaf er Eyjaliðið spurningamerki í byrjun móts. Hvenær byrjuðu Eyjamenn eiginlega vel síðast? Pablo Punyed, Mikkel Maigaard og Avni Pepa eru þeirra lykilmenn en El Salvadorinn í markinu er auðvitað spurningamerki. Ef ÍBV ætlar ekki að hafna í tíunda sæti þriðja árið í röð þarf liðið að byrja mótið almennilega. Það er algjör lykill að velgengni Eyjamanna.Bjarni Jóhannsson er mættur aftur til Eyja.vísir/ernirÞað sem við vitum um ÍBV er... að í Eyjum eru menn orðnir þreyttir á fallbaráttunni og hefur verið blásið í herlúðra fyrir tímabilið. Varnarleikurinn varð alltaf betri og betri í fyrra en svo fór liðið aftur að leka mörkum á undirbúningstímabilinu. Bjarni Jóhannsson spilar einfaldan en skemmtilegan fótbolta og ætti liðið því að skora eitthvað af mörkum. Breytingar hafa orðið á sóknarlínunni en í heildina getur ÍBV stillt upp ansi sterku byrjunarliði þegar Gunnar Heiðar verður orðinn heill.Spurningamerkin eru... til dæmis markvörðurinn en El Salvadorinn hefur aldrei áður spilað hér á landi og tók ekki þátt í undirbúningsmótunum. Gunnar Heiðar kemur ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi í júní og þangað til gæti verið vesen að skora mörk þar sem Sito er farinn. Lið Bjarna fá gjarnan á sig mikið af mörkum en ÍBV fékk á sig tólf í Lengjubikarnum, þar af fimm í einum og sama leiknum gegn 1. deildar liði Fram.Hafsteinn Briem spilaði vel við hlið Avni Pepa í fyrra.vísir/valliÍ BESTA FALLI: Nær ÍBV góðri byrjun enda mótherjarnir ekki þeir erfiðustu til að byrja með. Það gæti orðið grunnur að góðu sumri í Eyjum. Gunnar Heiðar byrjar strax að skora um leið og hann kemur aftur og varnarleikurinn heldur jafnvel og hann var farinn að gera undir lok síðasta móts. Liðið verður meiðslalaust og nær að spila á sínum sterkustu mönnum og nýi markvörðurinn slær í gegn. Gangi þetta allt upp er ekkert óvíst að ÍBV geti blandað sér í baráttuna í efri hlutanum.Í VERSTA FALLI: Byrjar ÍBV mótið illa og meiðsli Gunnars Heiðars halda honum lengur frá keppni en reiknað var með. Liðið reynir að spila of sókndjarft og lendir í því að elta of oft í leikjum. Liðið lendir í meiðslum þar sem fer að reyna á breiddina en hún er ekki mikil. Það þarf ekkert alltof mikið að gerast svo Eyjamenn verði í fallbaráttu enn eitt árið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti deildarinnar en það hefur endað í tíunda sæti undanfarin tvö ár. Eyjamenn náðu þriðja sætinu þrjú ár í röð undir stjórn Heimis Hallgrímssonar frá 2010-2012 en síðan hefur hallað undan fæti. Eyjamenn eru þrefaldir Íslandsmeistarar en síðast varð liðið meistari árið 1998. Þjálfari ÍBV er Bjarni Jóhannsson sem er að stýra Eyjaliðinu öðru sinni. Hann gerði frábæra hluti með liðið undir lok síðasta áratug síðustu aldar. Þá skilaði hann tveimur meistaratitlum í röð árin 1997 og 1998 en síðara árið vann liðið tvennuna. Bjarni þjálfaði síðast KA í 1. deildinni og var með frábært lið í höndunum sem honum tókst ekki að koma upp um deild. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Eyjamenn geta leyft sér að brosa yfir byrjun sinni á mótinu en í fyrstu þremur umferðunum mætir liðið Skaganum, sem hefur litlu bætt við sig, Fjölni, sem er stórt spurningamerki fyrir tímabilið, og nýliðunum úr Ólafsvík. Þá á ÍBV-liðið þrjá heimaleiki í fyrstu fimm umferðunum þannig Eyjamenn geta byrjað mótið vel. 01. maí: ÍBV – ÍA, Hásteinsvöllur 07. maí: Fjölnir – ÍBV, Fjölnisvöllur 12. maí: ÍBV – Víkingur Ó., Hásteinsvöllur 16. maí: Fylkir – ÍBV, Floridana-völlurinn 22. maí: ÍBV – Víkingur R., HásteinsvöllurAvni Pepa, Pablo Punyed, Gunnar Heiðar Þorvaldsson.vísir/ernir/andri marinóÞRÍR SEM ÍBV TREYSTIR ÁAvni Pepa: Albanski Norðmaðurinn varð hægt og sígandi einn af betri miðvörðum Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann og Hafsteinn Briem náðu afskaplega vel saman. Hann var gerður að fyrirliða liðsins og er mikill leiðtogi auk þess sem hann er bara mjög góður varnarmaður. Til að halda stöðugleika og gera betur en í fyrra þarf Pepa að halda uppi sömu gæðum og stýra varnarleik Eyjamanna, sérstaklega með nýjan markvörð í rammanum.Pablo Punyed: Stærsta nafnið sem kom til Eyja fyrir sumarið er El Salvadorinn Pablo Punyed. Að fá hann voru skýr skilaboð frá Eyjamönnum að þeir eru orðnir þreyttir á fallbaráttunni. Punyed hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár, óþreytandi teig-í-teig miðjumaður sem er afskaplega sparkviss og getur skorað úr aukaspyrnum.Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Endurkoma Gunnars síðasta sumar náði engum svakalegum hæðum en hann gerði sitt innan og sérstaklega utan vallar í að halda ÍBV uppi. Hann byrjar mótið meiddur en vonast til að vera klár í júní. Ætli ÍBV að ná markmiðum sínum að vera í efri hlutanum og jafnvel að berjast um Evrópusæti þarf þessi mikli markahrókur að byrja að raða inn nánast um leið og hann jafnar sig.Sito fór í Fylki sem var mikið áfall fyrir ÍBV.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Elvar Ingi Vignisson frá Fjarðabyggð Mikkel Maigaard Jakobsen frá Danmörku Pablo Punyed frá Stjörnunni Simon Smidt frá Danmörku Sindri Snær Magnússon frá Keflavík Derby Carillo frá BandaríkjunumFarnir: Víðir Þorvarðarson í Fylki Jose „Sito” Enrique í Fylki Guðjón Orri Sigurjónsson í Stjörnuna Gunnar Þorsteinsson í Grindavík Stefán Ragnar Guðlaugsson úr láni Mario Brlecic Dominic Adams Tom Even Skogsrud Það var mátulega mikið að gera hjá Bjarna Jóhannssyni á félagaskiptamarkaðnum en það byrjaði ekki vel því liðið missti tvo sterka leikmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann Sito. Hermann Hreiðarsson stal þeim báðum af uppeldisfélaginu til Fylkis og voru Árbæingar meira að segja dæmdir til að greiða sekt fyrir hvernig þeir nældu í Sito. Hemmi líklega ekki sá vinsælasti á Eyjunni í dag. Að missa Sito er mikið áfall enda var það maðurinn sem hélt ÍBV uppi á síðustu leiktíð og Víðir hefur verið góður þjónn undanfarin ár. Eyjamenn lögðu þó ekki árar í bát og hafa safnað í nokkuð gott lið sem hefur burði til að gera hluti í sumar gangi allt upp. Koma Pablo Punyed er mikið gleðiefni en þar fer miðjumaður sem getur skipt sköpum fyrir hvaða lið sem er. Danirnir tveir; Mikkel Maigaard og Simon Smidt, eru einnig hörku spilarar. Smidt er nagli á miðjunni sem er góður með boltann en Maigaard spilar framar; getur bæði leyst stöðu framherja og fremsta miðjumanns. Til að leysa Abel Dhaira af í markinu er kominn landsliðsmarkvörður El Salvador sem er auðvitað óskrifað blað. Miðað við ferilskrána ætti hann þó að geta spilað í Pepsi-deildinni. Sindri Snær Magnússon kom svo frá Keflavík og Uxinn Elvar Ingi Vignisson sem er stór og sterkur framherji sem gæti slegið í gegn í sumar. Í heildina hafa Eyjamenn gert vel í að fylla í skörðin þó þeir hefðu vafalítið viljað halda mönnum eins og Mario Brlecic og auðvitað Sito. Breiddin er ekki rosaleg en haldist menn heilir getur ÍBV stillt upp nokkuð sterku byrjunarliði.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Eyjamenn eru komnir með þjálfarann sem þeir þurftu, Bjarna Jóhannsson. Það er maður sem fær fólkið í bænum með sér. En eins og alltaf er Eyjaliðið spurningamerki í byrjun móts. Hvenær byrjuðu Eyjamenn eiginlega vel síðast? Pablo Punyed, Mikkel Maigaard og Avni Pepa eru þeirra lykilmenn en El Salvadorinn í markinu er auðvitað spurningamerki. Ef ÍBV ætlar ekki að hafna í tíunda sæti þriðja árið í röð þarf liðið að byrja mótið almennilega. Það er algjör lykill að velgengni Eyjamanna.Bjarni Jóhannsson er mættur aftur til Eyja.vísir/ernirÞað sem við vitum um ÍBV er... að í Eyjum eru menn orðnir þreyttir á fallbaráttunni og hefur verið blásið í herlúðra fyrir tímabilið. Varnarleikurinn varð alltaf betri og betri í fyrra en svo fór liðið aftur að leka mörkum á undirbúningstímabilinu. Bjarni Jóhannsson spilar einfaldan en skemmtilegan fótbolta og ætti liðið því að skora eitthvað af mörkum. Breytingar hafa orðið á sóknarlínunni en í heildina getur ÍBV stillt upp ansi sterku byrjunarliði þegar Gunnar Heiðar verður orðinn heill.Spurningamerkin eru... til dæmis markvörðurinn en El Salvadorinn hefur aldrei áður spilað hér á landi og tók ekki þátt í undirbúningsmótunum. Gunnar Heiðar kemur ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi í júní og þangað til gæti verið vesen að skora mörk þar sem Sito er farinn. Lið Bjarna fá gjarnan á sig mikið af mörkum en ÍBV fékk á sig tólf í Lengjubikarnum, þar af fimm í einum og sama leiknum gegn 1. deildar liði Fram.Hafsteinn Briem spilaði vel við hlið Avni Pepa í fyrra.vísir/valliÍ BESTA FALLI: Nær ÍBV góðri byrjun enda mótherjarnir ekki þeir erfiðustu til að byrja með. Það gæti orðið grunnur að góðu sumri í Eyjum. Gunnar Heiðar byrjar strax að skora um leið og hann kemur aftur og varnarleikurinn heldur jafnvel og hann var farinn að gera undir lok síðasta móts. Liðið verður meiðslalaust og nær að spila á sínum sterkustu mönnum og nýi markvörðurinn slær í gegn. Gangi þetta allt upp er ekkert óvíst að ÍBV geti blandað sér í baráttuna í efri hlutanum.Í VERSTA FALLI: Byrjar ÍBV mótið illa og meiðsli Gunnars Heiðars halda honum lengur frá keppni en reiknað var með. Liðið reynir að spila of sókndjarft og lendir í því að elta of oft í leikjum. Liðið lendir í meiðslum þar sem fer að reyna á breiddina en hún er ekki mikil. Það þarf ekkert alltof mikið að gerast svo Eyjamenn verði í fallbaráttu enn eitt árið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00