Tugmilljarða fjárfestingar í heilbrigðiskerfi og innviðum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:32 Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira