Hringadróttinssaga Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar og Davíð telja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig án þeirra. Nærtækara væri að segja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig nema án þeirra. Það er ekki vegna þess að þeir séu gamlir skröggar. Gamlir skröggar eru oft ágætir og sjálfur hef ég verið einn slíkur frá að minnsta kosti sjö ára aldri. Og það eiga ekki að vera aldurstakmörk á því að bjóða fram krafta sína í opinberri þjónustu. Bæði Donald Trump og Hillary eru eldri en Davíð – að ekki sé talað um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Bernie Sanders, sem er enn eldri. Þetta segir að vísu sína sögu um ógöngur bandarískra stjórnmála en hins vegar er óvarlegt að útiloka fólk frá ábyrgðarstöðum á þeim forsendum að það sé á tilteknum aldri. Gott ef það er ekki einn vandi alþingis að þar vantar gamalt fólk – og raunar ungt líka; þar eru þau öll um fertugt og fimmtugt.Vald-aldur Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur um feril þeirra, erindi þeirra við nútímann, eða öllu heldur framtíðina. Þetta snýst um það Ísland sem þeir standa fyrir þeir Davíð og Ólafur Ragnar – það Ísland sem þeir færðu okkur. Og hafa margt gert vel, mikil ósköp, og annað síður. Þetta snýst um vald. Þetta snýst um það hversu lengi þeir hafa setið að völdum – lengi lengi lengi. Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur vald-aldur. Hversu ráðríkir þeir hafa verið nú um áratuga skeið, rúmfrekir, valdsæknir. Og hvernig þeir hafa farið með það vald sem þeim hefur verið falið – og þeir hafa sótt sér. Þetta snýst um eðli valdsins í lýðræðisríki. Það er ekki tilviljun að reglan er sú í lýðræðisríkjum að forsetar skuli ekki sitja lengur en tiltekinn tíma. Fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars sú hugmynd að mikilvægt sé að samfélög endurnýi sig reglulega en staðni ekki, með því meðal annars að fela ólíkum einstaklingum úr ólíkum áttum vald. Það er líka almennt talið í lýðræðisríkjum að einstaklingum sé ekki hollt að vera í valdastöðum of lengi, valdið spilli þeim, brengli hugsunarhátt þeirra, verði að sjálfstæðu afli í þeim sem leitist við að viðhalda sjálfu sér. Á sama hátt er talið að það sé samfélagi hættulegt að tilteknir einstaklingar fái of mikil völd of lengi. Við höfum séð hvernig Ólafur Ragnar hefur alla sína forsetatíð leitast við að færa út valdsvið forsetaembættisins og hvernig hann notaði það og virðingu þess til að greiða götu fjárglæframanna víða um lönd – og reyndar manna sem Davíð hafði séð til þess að fengju bankana í sínar hendur. Við þekkjum skapferli Davíðs, heift hans og hefnigirni. Við þetta hefur svo bæst ný tilhneiging til hégómaskapar. Um daginn var Morgunblaðið, sem hann ritstýrir, notað undir margra blaðsíðna hyllingu á honum að norður-kóreskum hætti, sem skrifuð var af helsta skjallara hans gegnum tíðina, og hann meðal annars sagður hafa fært Íslendingum epli utan jólanna, aukinheldur önnur nútímagæði. Það væri skrýtin tilfinning að fá fyrir forseta mann sem lætur skrifa þvílíkt og annað eins um sjálfan sig.Hringurinn eftirsóknarverði Báðir eiga þeir Ólafur Ragnar og Davíð mikinn og merkilegan feril að baki en nú er löngu mál að linni; þeirra Ísland er samfélag kvótakerfis og kvótaframsals – þar sem þeir komu báðir við sögu – samfélag auðræðis og undanskota; þetta er samfélag valdhyggju og klíkuskapar þar sem gæðum var ótæpilega útdeilt til útvalinna samkvæmt ströngu en óskráðu kerfi. Þetta er samfélag karlræðis og bakherbergja, og báðir standa þeir vörð um óbreytt fyrirkomulag í flestum þeim málum sem varða mestu um kjör almennings og kannski framtíðarbyggð í landinu. Þeir eiga líka sameiginlega einkennilega óbeit á opinni umræðu og óháðri fréttamennsku. Kannski að það sé einn mælikvarðinn á það hvernig við veljum okkur forseta: hvort viðkomandi treysti sér í viðtal við fréttamenn RÚV. Og kannski er annar mælikvarði: þráin eftir valdinu. Um eitrað samspil valds og einstaklinga hafa verið skrifaðar ótal bækur, til dæmis Hringadróttinssaga Tolkiens: hringurinn eftirsóknarverði er einmitt forsetaembættið. Þegar við göngum að kjörborðinu þurfum við að sjá fyrir okkur hver er Hobbittinn hér sem við gætum treyst til að bera þennan hring næstu misserin – og láta hann sjálfviljugur af hendi eftir í mesta lagi tólf ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar og Davíð telja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig án þeirra. Nærtækara væri að segja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig nema án þeirra. Það er ekki vegna þess að þeir séu gamlir skröggar. Gamlir skröggar eru oft ágætir og sjálfur hef ég verið einn slíkur frá að minnsta kosti sjö ára aldri. Og það eiga ekki að vera aldurstakmörk á því að bjóða fram krafta sína í opinberri þjónustu. Bæði Donald Trump og Hillary eru eldri en Davíð – að ekki sé talað um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Bernie Sanders, sem er enn eldri. Þetta segir að vísu sína sögu um ógöngur bandarískra stjórnmála en hins vegar er óvarlegt að útiloka fólk frá ábyrgðarstöðum á þeim forsendum að það sé á tilteknum aldri. Gott ef það er ekki einn vandi alþingis að þar vantar gamalt fólk – og raunar ungt líka; þar eru þau öll um fertugt og fimmtugt.Vald-aldur Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur um feril þeirra, erindi þeirra við nútímann, eða öllu heldur framtíðina. Þetta snýst um það Ísland sem þeir standa fyrir þeir Davíð og Ólafur Ragnar – það Ísland sem þeir færðu okkur. Og hafa margt gert vel, mikil ósköp, og annað síður. Þetta snýst um vald. Þetta snýst um það hversu lengi þeir hafa setið að völdum – lengi lengi lengi. Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur vald-aldur. Hversu ráðríkir þeir hafa verið nú um áratuga skeið, rúmfrekir, valdsæknir. Og hvernig þeir hafa farið með það vald sem þeim hefur verið falið – og þeir hafa sótt sér. Þetta snýst um eðli valdsins í lýðræðisríki. Það er ekki tilviljun að reglan er sú í lýðræðisríkjum að forsetar skuli ekki sitja lengur en tiltekinn tíma. Fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars sú hugmynd að mikilvægt sé að samfélög endurnýi sig reglulega en staðni ekki, með því meðal annars að fela ólíkum einstaklingum úr ólíkum áttum vald. Það er líka almennt talið í lýðræðisríkjum að einstaklingum sé ekki hollt að vera í valdastöðum of lengi, valdið spilli þeim, brengli hugsunarhátt þeirra, verði að sjálfstæðu afli í þeim sem leitist við að viðhalda sjálfu sér. Á sama hátt er talið að það sé samfélagi hættulegt að tilteknir einstaklingar fái of mikil völd of lengi. Við höfum séð hvernig Ólafur Ragnar hefur alla sína forsetatíð leitast við að færa út valdsvið forsetaembættisins og hvernig hann notaði það og virðingu þess til að greiða götu fjárglæframanna víða um lönd – og reyndar manna sem Davíð hafði séð til þess að fengju bankana í sínar hendur. Við þekkjum skapferli Davíðs, heift hans og hefnigirni. Við þetta hefur svo bæst ný tilhneiging til hégómaskapar. Um daginn var Morgunblaðið, sem hann ritstýrir, notað undir margra blaðsíðna hyllingu á honum að norður-kóreskum hætti, sem skrifuð var af helsta skjallara hans gegnum tíðina, og hann meðal annars sagður hafa fært Íslendingum epli utan jólanna, aukinheldur önnur nútímagæði. Það væri skrýtin tilfinning að fá fyrir forseta mann sem lætur skrifa þvílíkt og annað eins um sjálfan sig.Hringurinn eftirsóknarverði Báðir eiga þeir Ólafur Ragnar og Davíð mikinn og merkilegan feril að baki en nú er löngu mál að linni; þeirra Ísland er samfélag kvótakerfis og kvótaframsals – þar sem þeir komu báðir við sögu – samfélag auðræðis og undanskota; þetta er samfélag valdhyggju og klíkuskapar þar sem gæðum var ótæpilega útdeilt til útvalinna samkvæmt ströngu en óskráðu kerfi. Þetta er samfélag karlræðis og bakherbergja, og báðir standa þeir vörð um óbreytt fyrirkomulag í flestum þeim málum sem varða mestu um kjör almennings og kannski framtíðarbyggð í landinu. Þeir eiga líka sameiginlega einkennilega óbeit á opinni umræðu og óháðri fréttamennsku. Kannski að það sé einn mælikvarðinn á það hvernig við veljum okkur forseta: hvort viðkomandi treysti sér í viðtal við fréttamenn RÚV. Og kannski er annar mælikvarði: þráin eftir valdinu. Um eitrað samspil valds og einstaklinga hafa verið skrifaðar ótal bækur, til dæmis Hringadróttinssaga Tolkiens: hringurinn eftirsóknarverði er einmitt forsetaembættið. Þegar við göngum að kjörborðinu þurfum við að sjá fyrir okkur hver er Hobbittinn hér sem við gætum treyst til að bera þennan hring næstu misserin – og láta hann sjálfviljugur af hendi eftir í mesta lagi tólf ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun