Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2016 18:23 „Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15
Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33
Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41