Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson skrifar 9. maí 2016 09:00 Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar